kona að ræða malinn

Spítalinn okkar á dagskrá Hringbrautar

Sjónvarpsstöðin Hringbraut er með á dagskrá þátt sem ber heitir „úr atvinnulífinu“.

Þáttur kvöldsins er helgaður félagasamtökunum „Spítalinn okkar“ sem eru landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala og voru stofnuð í apríl árið 2014. Rætt er við forsvarsmenn samtakanna um málefni nýs Landspítala. Mörg fróðleg viðtöl og teikningar af nýjum Landspítala við Hringbraut koma fram í þættinum sem er í umsjón Sigurðar Kolbeinssonar.

Hægt er að horfa á þættina í heild sinni á vefsvæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hér.