Mynd af vinnubúðareit

Stækkun húsnæðis á vinnubúðareit

Þegar verkefnum NLSH vindur fram fjölgar starfsfólki sem kallar á meira vinnurými. Nú er búið er að bæta einni hæð ofan á búningaaðstöðu starfsmanna verktaka. Þar verður vinnuaðstaða fyrir starfsmenn sem sinna verkeftirliti á framkvæmdasvæðinu en það eru verkfræðistofurnar Efla og Covi (Mannvit). Búið er að gefa húsnæðiseiningum á vinnubúðareit nöfn sem taka mið af eldri húsum sem eitt sinn stóðu á svæðinu. Nánar verður fjallað um nafngiftina í fréttum NLSH síðar