
Staða framkvæmda við Grensásdeild
Lögð hefur verið ný heimæð fyrir fráveitu frá núverandi húsi. Veitur leggja nýjar heimæðar fyrir heitt og kalt vatn. Jarðvinnuverktaki er að leggja regnvatns- og skólplagnir fyrir viðbygginguna. Jarðvinnu lýkur í júní. Tilboð í uppsteypu og fullnaðarfrágang utan- og innanhúss fyrir viðbygginguna verða opnuð 4. júní næstkomandi.