
Starfsaðstaða verði bætt með byggingu nýs Landspítala
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.
Meðal helstu atriða í yfirlýsingunni er bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning.
Yfirlýsinguna undirrita eftirtaldir aðilar:
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra
Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands
Kristin Huld Haraldsdóttir varaformaður Skurðlæknafélags Íslands
Yfirlýsinguna og fréttina má sjá hér.