Starfsmenn Hringbrautarverkefnis Landspítala í heimsókn

Þann 6.mars komu starfsmenn Hringbrautarverkefnis Landspítala í heimsókn en það eru starfsmenn sem leiða aðkomu spítalans að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut.

Að þessu sinni var ekki um hefðbundna kynningu að ræða heldur var gengið um framkvæmdasvæðið þar sem verkefnastjórar NLSH, Aðalsteinn Pálsson og Jóhann Gunnar Gunnarsson, fræddu gesti um nýbyggingarnar.

Veðrið lék við gesti og heimsóknin vel heppnuð í alla staði.