
Starfsmenn NLSH í fróðlegri heimsókn til Danmerkur
Starfsmenn NLSH fóru í heimsókn til Danmerkur dagana 20.-22. maí, þar sem þeir skoðuðu framkvæmdir við Nýja sjúkrahúsið í Hillerød.
Starfsmennirnir kynntu sér m.a.notkun þrívíddarskönnunar og gervigreindar við gæða- og framkvæmdaeftirlit. Í sömu ferð var einnig farið í kynnisferð á nýjan barnaspítala í Kaupmannahöfn, Mary Elizabeth's Hospital, í fylgd starfsmanna Arkitema og COWI Denmark.
Heimsóknin var afar fróðleg og benti á að margir þeirra áskorana sem Danir standa frammi fyrir eru sambærilegar við þær sem NLSH er að fást við. Danir leggja mikla áherslu á gott og opið samstarf við verktaka á verkstað ásamt því að verkkaupi hafi háa tæknilega getu til að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu.
Í gegnum samræður og kynningar fengu starfsmenn NLSH innsýn í hvernig nýta megi nýjustu tækni og bestu starfshætti við brunavarnir, vöktun svæðis, aðfangastjórnun og samræmingu verktaka á verkstað. Það er ljóst að NLSH getur nýtt margar af þeim aðferðum sem notaðar eru í Danmörku til að bæta eigin verklag og auka skilvirkni í sínum verkefnum.
Heimsóknin var því mikilvægur liður í að efla færni og þekkingu starfsmanna NLSH, sem mun skila sér í enn betri framkvæmdum og auknu öryggi fyrir alla aðila sem koma að byggingum nýs Landspítala.