
Styttist í útboð við hönnun nýs meðferðarkjarna
Á vef Ríkiskaupa verður opnað á miðvikudag 29. apríl fyrir útboðsgögn vegna hönnunar á nýjum meðferðarkjarna Landspítala. Meðferðarkjarninn, sem áætlaður er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut. Um er að ræða opið útboð sem auglýst er á evrópska efnahagsvæðinu. Útboðið mun standa til 25. júní. Meðferðarkjarninn er ein af fjórum nýbyggingum í nýjum Landspítala og hin stærsta.