
Traustur aðili byggir sjúkrahótel nýs Landspítala
Í Viðskiptablaðinu 3.mars er rætt við Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóra LNS Saga, en það fyrirtæki er byggingaraðili sjúkrahótels nýs Landspítala við Hringbraut.
Fyrirtækið byggir á traustum grunni og innan þess er bæði mikil reynsla og þekking til að taka að sér byggingu stærri framkvæmda.
Ásgeir segir að öryggismál séu grundvöllur allrar skipulagningar á verkstað og að öryggismál séu lykilatriði í verkefnastjórnun fyrirtækisins.
Hjá fyrirtækinu starfi um 400 starfsmenn og þar af um 70-80 tæknimenntaðir starfsmenn.
Áætluð verklok á byggingu sjúkrahótelsins er 2017.