
Umfjöllun um framkvæmdaverkefni NLSH í verkfræðivarpi HR
Verkfræðivarpið er sjálfstæð þáttasyrpa á vegum Háskólans í Reykjavík þar sem markmiðið er að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings.
Í 23.þætti verkfræðivarpsins er rætt við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra NLSH, um helstu framkvæmdaverkefni félagsins.
Í kynningu á viðtalinu segir að NLSH verkefnið sé eitt stærsta og flóknasta verkefni seinni tíma hér á landi og nýtt þjóðarsjúkrahús muni breyta heilbrigðisþjónustunni til hins betra.
Afar fróðlegt viðtal sem vert er að hlusta á.