
Undirbúningur gæti hafist í apríl
Formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast til þess að undirbúningur að smíði nýs Landspítala við Hringbraut geti hafist í apríl, að því er fram kom í fréttum Bylgjunnar á dögunum.
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að undirbúningur að smíði nýs spítala við Hringbraut muni vonandi hefjast í apríl en þingið samþykkti frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala rétt fyrir þinglok.
Byrjað verði á að auglýsa forval þar sem valdir verði verktakar sem séu færir í verkið. „Þannig að það má eiginlega segja að nú sé komin skriður á þetta mál og bygging nýs þjóðarspítala sé að hefjast,“ sagði Björn Valur í samtali við fréttastofu Bylgjunnar.