
Upplýsingatæknin mótuð í nýju rannsóknahúsi
Vinna við uppbyggingu á nýju rannsóknahúsi er í fullum gangi á lóð NLSH við Hringbraut. Eitt af þeim verkefnum sem NLSH hefur verið falið er að hafa umsjón með upplýsingatækni byggingarinnar. Til að undirbúa það verkefni sem best hefur tækni- og þróunarsvið NLSH fengið til liðs við sig Vali AS norskt ráðgjafafyrirtæki sem hefur mikla reynslu af UT verkefnum í norskum sjúkrahúsbyggingum. Hluti af undirbúningsvinnu verkefnisins snýr að sameiginlegri sýnamóttöku og samnýttum kjarnarannsóknarstofum.
Að því tilefni stóð NLSH fyrir vinnustofum í síðustu viku þar sem markmiðið var að afla gagna og greina núverandi ferla ólíkra rannsóknarstofa spítalans með tilliti til UT stuðnings og undirbúa þannig sem best hönnun á nýjum UT ferlum og tillögur að bættum og breytum UT stuðningi í nýrri byggingu. Sex rannsóknarstofur Landspítala tóku þátt í vinnustofunni.
„Viðamikil og flókinn starfsemi fer fram hjá rannsóknarþjónustu Landspítala og er hún mjög UT háð, allt frá flóknum og sérhæfðum rannsóknarkerfum, yfir í sjálfvirkar flæðilínur og flókin rannsóknartæki. Því er mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að skipulagningu á UT stuðningi húsnæðisins þannig að allur sá ávinningur sem hlýst af því að koma öllum rannsóknarsérgreinum spítalans á einn stað nýtist sem best og skili væntum ávinningi,“ segir Kristján Sturlaugsson verkefnastjóri hjá NLSH.
