
Uppsetningu á utanhússklæðningu lokið í bílastæða – og tæknihúsi
Staðan á framkvæmdum við bílastæða og tæknihús er sú að uppsetningu á utanhússklæðningu er lokið og innanhússfrágangur er langt kominn. Prófanir á kerfum eru eftir sem og jarðvinna og yfirborðsfrágangur til að hleypa gangandi og akandi umferð að húsinu.
„Stefnt er að opnun bílastæðahluta byggingarinnar í sumar,“ segir Sigurjón Sigurjónsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.