
Uppsteypun á lagnagangi meðfram kvennadeild LSH
Vinna við uppsteypu á kvennadeildargangi á lóð Landspítala er í fullum gangi.
Unnið er við að fylla af bæði gang við Barnaspítala og kvennadeild eftir því sem steypuvinnu og frágangi lýkur.
Vegna þessarar framkvæmdar er einstefna á akstri frá bílastæðum neðan gamla spítala upp að kringlu og kvennadeild.
Það er ekki hægt að aka niður frá kringlu að bílastæðum neðan gamla spítala meðan á þessum framkvæmdum stendur.
Áætlað er að framkvæmdum á þessu svæði ljúki um miðjan júní.
Framkvæmdir við suðurenda kvennadeildar eru enn í gangi og er suðurinngangur kvennadeildar lokaður meðan á þeim stendur.