
Útboð á búnaði í sjúkrahótelið
Unnið er að gerð útboða vegna búnaðar í nýtt sjúkrahótel sem tekið verður í notkun á árinu.
Lokið er vinnslu hjá Ríkiskaupum á yfirferð útboða í rúm, húsgögn og í rafmagnstæki.
Gengið verður til samninga við Fastus ehf um kaup á rúmum og rafmagnstækjum og við Pennann og Sýrusson hönnunarhús um kaup á húsgögnum.
Unnið er að útboðum í tæki fyrir veitingaeldhús, gardínur, merkingar og sjónvörp í nýja sjúkrahótelið.