
Útboðsþing Samtaka iðnaðarins 2024
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega útboðsþing þann 30.janúar á Grand hótel.
Á Útboðsþingi SI, sem haldið er í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki – félag verktaka, voru kynnt útboð ársins vegna verklegra framkvæmda hjá tíu opinberum aðilum.
Áætlað er að samtals fari um 203 milljarðar króna í framkvæmdir á þessu ári hjá þeim sem kynntu sínar áætlanir sem er aukning frá fyrra ári.
Á þinginu kynnti Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, helstu framkvæmdaverkefni sem félagið stendur að á árinu.
NLSH stefnir á að bjóða út verkefni fyrir um 21,5 milljarða króna á árinu, en það er nokkur aukning frá fyrra ári.
Helstu verkefni til útboðs á vegum NLSH eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut.
Einnig er stefnt að þvi að bjóða út tvö verkefni utan framkvæmda við Hringbraut, þ.e. framkvæmdaútboð vegna nýbyggingar Grensásdeildar Landspítala og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar (Sak).