folk ad labba i att ad spitalanum

Vandinn snýr ekki að fjármögnuninni

Á ársfundi Landspítalans sem haldinn var í dag fjallaði Kristján Þór Júlíusson meðal annars um fjármögnun nýja Landsspítalans. Hann segir að vand­inn við bygg­ingu nýs Land­spít­ala snúi ekki að fjár­mögn­un fram­kvæmd­ar­inn­ar. Hægt sé að ganga frá láns­fjár­mögn­un nýja spít­al­ans á nokkr­um dög­um.

„Vand­inn snýr að því að rík­is­sjóður í nú­ver­andi stöðu hef­ur því miður ekki bol­magn til að standa und­ir fjár­magns­kostnaði og greiða til baka það fé sem hann hef­ur fengið að láni,“ sagði Kristján.

Kristján sagði jafnframt að með nýjum spítala muni nást töluverð hagræðing þegar fram líða stundir m.a. vegna minna viðhalds og rekstrarkostnaðar.

„Ég tel því aug­ljóst að við verðum að fjár­magna bygg­ingu nýs þjóðar­sjúkra­húss með öðrum hætti en þeim að gera ein­göngu út af vænt­an­lega hagræðingu.“

Varðandi staðsetningu spítalans sagði Kristján að ákvörðun um staðsetningu liggi fyrir og að nýr spítali verði byggður upp á þeim stað í samræmi við áætlanir sem fyrir liggja.

Fréttina má sjá hér.