
Vandinn snýr ekki að fjármögnuninni
Á ársfundi Landspítalans sem haldinn var í dag fjallaði Kristján Þór Júlíusson meðal annars um fjármögnun nýja Landsspítalans. Hann segir að vandinn við byggingu nýs Landspítala snúi ekki að fjármögnun framkvæmdarinnar. Hægt sé að ganga frá lánsfjármögnun nýja spítalans á nokkrum dögum.
„Vandinn snýr að því að ríkissjóður í núverandi stöðu hefur því miður ekki bolmagn til að standa undir fjármagnskostnaði og greiða til baka það fé sem hann hefur fengið að láni,“ sagði Kristján.
Kristján sagði jafnframt að með nýjum spítala muni nást töluverð hagræðing þegar fram líða stundir m.a. vegna minna viðhalds og rekstrarkostnaðar.
„Ég tel því augljóst að við verðum að fjármagna byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss með öðrum hætti en þeim að gera eingöngu út af væntanlega hagræðingu.“
Varðandi staðsetningu spítalans sagði Kristján að ákvörðun um staðsetningu liggi fyrir og að nýr spítali verði byggður upp á þeim stað í samræmi við áætlanir sem fyrir liggja.
Fréttina má sjá hér.