Starfsmenn NLSH og Fulltrui hönnunarteymisins

Vel heppnuð hönnun á skrifstofum ÖBÍ

Starfsmenn nýs Landspítala, ásamt fulltrúa frá hönnunarteymi sem vinnur við Hringbrautarverkefnið, heimsóttu nýlega Öryrkjabandalag Íslands.

Skrifstofur Öryrkjabandalagsins eru frá árinu 2014. Þeim var breytt með þarfir einstaklinga í huga sem eru með ýmiss konar fötlun, svo sem fyrir blinda og sjónskerta, einstaklinga í hjólastól og með heyrnarskerðingu.

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, sýndi hópnum aðstöðuna ásamt Ellen Calmon formanni og Stefáni Vilbergssyni verkefnastjóra.

Starfsmenn NLSH munu nýta sér þessa heimsókn í þeirri viðamiklu hönnunarvinnu sem fram fer í Hringbrautarverkefninu.