Verkefnastofa Landspítala skoðar framkvæmdir

Þann 6.júní kom hópur frá Verkefnastofu Landspítala til að kynna sér framkvæmdir. Í byrjun heimsóknar var kynning Gísla Georgssonar, verkefnastjóra, og að henni lokinni var gengið um svæðið þar sem Hildur Hrólfsdóttir, umhverfis – og öryggisstjóri og Jóhann G. Gunnarsson, verkefnastjóri, sýndu gestum framkvæmdir við meðferðarkjarna, rannsóknahús og bílastæða – og tæknihús.

„Byrjað var á kynningu á verkefnum NLS þar sem helstu byggingarverkefni félagsins voru kynnt. Að því lokinni var farið í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið.Hópurinn þakkar kærlega fyrir góðar móttökur og við hlökkum til að takast á við þau krefjandi verkefni sem munu lenda á okkar borðum þegar þar að kemur,“ segir Sandra Gestsdóttir deildarstjóri Verkefnastofu LSH.