
Verkfundir hafnir með ÍAV hf
NLSH ohf. er verkkaupi að útboðsverkinu sem ÍAV hf. vinnur nú að.
Veitur ohf. og Reykjavíkurborg láta einnig framkvæma verkþætti í verkinu skv. skilgreiningum í verklýsingum. FSR mun í samræmi við lög nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda sjá um fjölmarga þætti í verkefnastjórn verksins og hafa með höndum yfirstjórn verkeftirlits.
Stefnt er að útboði á verkeftirliti innan skamms.
Myndin er tekin á verkfundi í liðinni viku. María Dís Ásgeirsdóttir Veitur, Gunnar Páll Viðarsson ÍAV, Ármann Óskar Sigurðsson og Ólafur M Birgisson FSR, Erlendur Árni Hjálmarsson NLSH, Hafsteinn B Gunnarsson og Tryggvi Jónsson ÍAV.