
Vettvangsskoðun vegna uppsteypu á bílastæðakjallara
Þann 14.mars gafst væntanlegum bjóðendum í útboði í uppsteypu á bílastæðakjallara undir Sóleyjartorgi kostur á að skoða aðstæður á verkstað.
Frá NLSH tóku Erlendur Árni Hjálmarsson, Steinar Þór Bachmann og Aðalsteinn Jónsson á móti þeim sem áhuga höfðu á að skoða aðstæður á verkstað.
Einnig var fulltrúi Ríkiskaupa Katrín Arnórsdóttir viðstödd skoðunarferðina.
Á mynd: tveir af fulltrúum NLSH í skoðunarferðinni: Steinar Þór Bachmann og Erlendur Árni Hjálmarsson