
Viðamikið samráð í Hringbrautarverkefninu
Í Hringbrautarverkefninu er viðhaft viðamikið samráð við fjölbreytta hópa.
Á kynningu fyrir fulltrúum frá Reykjavíkurborg fór Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt frá Corpus yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins.
Var farið yfir hönnun nýs meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin í þessu stóra verkefni.
Nýtt sjúkrahótel verður tekið í notkun á þessu ári og áætlað er að taka nýjan meðferðarkjarna í notkun árið 2023.