
Vinnustofa NLSH um hönnun meðferðarkjarnans í Hringbrautarverkefninu
NLSH hefur skipulagt vinnustofur þar sem starfsmenn LSH og Corpus hópurinn, sem vinnur að hönnun nýs meðferðarkjarna, stilla saman strengi.
Þar gefst starfsmönnum LSH kostur á að fá kynningu á nýjustu uppfærslu forhönnunar meðferðarkjarnans.
Mikil áhersla er lögð á samvinnu og hópvinnu og þar gefst starfsfólki kostur á að koma með athugasemdir varðandi hönnunina, enda um notendastudda hönnun að ræða.
Verkefnastjórar NLSH stýra vinnustofunum og halda utan um verkefnið og þær athugasemdir sem fram koma á vinnustofunum.