
Vinnustofa vegna kaupa á lækninga- og rannsóknatækjum fyrir meðferðarkjarna og rannsóknahús
Dagana 9.-11. október var haldin vinnustofa á vegum NLSH með sérfræðingum norska ráðgjafafyrirtækisins Nosyko. Á vinnustofunni var unnið að undirbúningi kaupa á lækninga- og rannsóknatækjum og tengdum búnaði fyrir meðferðarkjarna og rannsóknahús.
Undirbúningur vegna tækjakaupa er þegar hafinn hjá NLSH.