Niðurstaða útboðs um hönnun á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri
8. maí 2024
Hér eru upplýsingar um nöfn bjóðenda, stigagjöf, boðið verð og heildarniðurstöðu útboðsins.
Niðurstaðan í verðhlutanum er svohljóðandi (krónur án vsk):
1. Efla 621.565.500 / 40,00 stig
2. Mannvit 668.750.000 / 37,18 stig
3. Teiknistofan Tröð 685.500.500 / 36,27 stig
4. Verkís 753.533.100 / 32,99 stig
5. Nordic Office of Architecture 806.368.800 / 30,83 stig
Þar sem kostnaðaráætlun verkefnisins er 779.500.000 kr.án vsk.
Niðurstaða lokaða útboðsins er sú að samanlögð einkunn úr tveim þáttum valmódels sem eru verð (sjá að ofan) og tillögumati (sjá viðhengi).
1. Verkís 92,99 stig
2. Mannvit 92,18 stig
3. Teiknistofan Tröð 76,27 stig
4. Efla 75,00 stig
5. Nordic Office of Architecture 65,83 stig
***
7. maí 2024
Fimm ráðgjafahópar öðluðust þátttökurétt í lokuðu, tveggja þrepa útboði á hönnun nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (Sak), í forvali síðastliðinn vetur. Allir ráðgjafahóparnir skiluðu inn tillögu og verðtilboði. Matsnefnd tók allar tillögurnar fimm til mats undir nafnleynd og skv. fyrirfram ákveðnu matskerfi útboðsgagna.
Niðurstöður matsnefndar liggja nú fyrir og eru settar fram í meðfylgjandi töflu. Tillaga auðkennd með 275897 hlaut flestar einingar í tillögumati, samtals 24 einingar og hlýtur sú tillaga því 60 stig úr þessum hluta útboðsins.
Hér með er nafnaleynd aflétt.
Heiti bjóðanda /Nafn tilboðs:
• Efla /545454
• Mannvit /132517
• Nordic Office of Architecture /345543
• TeiknistofanTröð /112007
• Verkís / 275897
Verðtilboð verða opnuð á morgun miðvikudaginn 8.5.2024 klukkan 10:00. Heildarniðurstaða útboðsins verður birt á vef NLSH klukkan 16:00 sama dag.
****
Fimm ráðgjafahópar öðluðust þátttökurétt í lokuðu, tveggja þrepa útboði á hönnun nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (Sak), í forvali síðastliðinn vetur. Allir ráðgjafahóparnir skiluðu inn tillögu og verðtilboði. Matsnefnd tók allar tillögurnar fimm til mats undir nafnleynd og skv. fyrirfram ákveðnu matskerfi útboðsgagna.
Forval hefur verið opnað vegna þátttöku í hönnun á nýrri legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.
Gert er ráð fyrir að nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði.
Eftirtaldir aðilar óskuðu eftir að taka þátt í forvalinu:
- Arkþing Nordic
Exa nordic
Lota ehf.
Myrra hljóðstofa - EFLA
ASK arkitektar
Ratio arkitekter - Mannvit
Arkís arkitektar - Verkís
TBL arkitektar
JCA Ltd
Brekke & Strand - VSÓ ráðgjöf
Hornsteinar arkitektar
Brunahönnun
Brekke & Strand
Niras - Teiknistofan Tröð
Teknik verkfræðistofa
TKM hönnun
Örugg verkfræðistofa
Hljóðvist
Kanon arkitektar ehf